Leggðu þitt af mörkum til að efla og styrkja konur.

 

Kynningarfundur 26. október 2013. Nýir félagar gengu í klúbbinn árið 2014

 

 

AÐ VERÐA FÉLAGI

Kynningarfundur laugardaginn 7. mars 2020

Zontaklúbbur Akureyrar heldur kynningarfund í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri, laugardaginn 7. mars 2020 sem hefst kl. 11:30 og stendur til 13:15. Boðið verður upp á súpu og brauð og á eftir kaffi og köku. 
Það var valnefnd klúbbsins ásamt stjórn sem heldur fundinn. Starf klúbbsins og Zontahreyfingarinnar verður kynnt og sýnt hvernig Zontakonur vinna saman að því að bæta stöðu og réttindi kvenna jafnt heima sem um víða veröld.
Zontakonur mynda tengslanet og starfið innan hreyfingarinnar er bæði örvandi og fræðandi. Komdu á fundinn og kynntu þér starf Zonta.
Vinsamlegast skráðu þig á netfangið gge@aey.is fyrir kl. 16 föstudaginn 6. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir – netfang gge@aey.is og í síma 865 8896.

 


 Ef þig langar til að verða félagi í Zontaklúbbi Akureyrar og taka þátt í starfi Zontahreyfingarinnar við að bæta hag kvenna um heim allan þá er best að hafa samband við klúbbinn. Það er valnefnd sem sinnir mannauðsstjórnun og tekur fagnandi þeim sem sýna þessu starfi áhuga (senda formanni valnefndar tölvuskeyti í netfangið gge(hjá)aey.is). Klúbburinn er sífellt að leita að nýjum félögum því við viljum fjölga í klúbbnum. Til að kynna starfið og Zontahreyfinguna heldur valnefnd ásamt stjórn klúbbsins einn kynningarfund á hverju starfsári, oftast í febrúar. Áhugasömum er í framhaldinu boðið á klúbbfundi til að kynnast því hvernig starfið gengur fyrir sig. Þegar stjórn klúbbsins samþykkir að bjóða nýjum félaga í klúbbinn þá er klúbbfélögum kynnt sú ákvörðun og síðan er nýja félaganum boðið að ganga í klúbbinn. Hann getur þá þegið boðið og verið tekinn í klúbbinn eða afþakkað. Við inngöngu er greitt inntökugjald sem er 15 USD nú um 1.850 kr. auk árgjalds sem er 18.000 kr. Á heimasíðu Zontahreyfingarinnar www.zonta.org er upplýsingabæklingur þar sem starfið er kynnt. Upplýsingabæklingur ZI á ensku er hér en íslensk kynning hér.

Ef félagar þurfa að hætta í klúbbnum er það tiltölulega einfalt. Þeir þurfa að vera skuldlausir við klúbbinn og tilkynna formanni skriflega að þeir hyggist hætta. Best er að hætta í lok starfsárs, þann 31. maí en tilkynna það í apríl áður en árgjald næsta árs er greitt.

Valnefnd 

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, formaður – gge@aey.is
Klara S. Sigurðardóttir
Anna G. Thorarensen
Guðrún María Kristinsdóttir

Zontaklúbbur Akureyrar varð sjötugur í sumar, stofnaður 1949, reyndur klúbbur sem starfar af krafti. Aldursdreifingin er víð og nokkuð jöfn og er elsti félaginn fæddur árið 1943 en sá yngsti árið 1985.