Í Zontaklúbbi Akureyrar eru nú 34 félagar sem vinna saman að því að bæta hag kvenna á Akureyri, á Íslandi og um víða veröld og kynnast um leið hver öðrum, fræðast og skemmta sér saman.
Klúbbkonur sinna fjölbreyttum störfum, meðal þeirra eru kennarar á öllum skólastigum, þroskaþjálfi, lögfræðingur, dýralæknir og sveppafræðingur auk þeirra sem hættar eru í launuðu starfi sökum aldurs.
Fundir eru haldnir þriðja miðvikudag hvers mánaðar frá september til maí, flestir í Zontahúsinu í sal í húsi sem klúbburinn á.
Í klúbbnum kynnast konur sem annars myndu ekki þekkjast og kynnast málefnum sem snerta konur og ákveða hverju þurfi að breyta til batnaðar og hvernig við getum breytt því. Í byrjun hvers starfsárs fá allir að leggja fram tillögur um starf ársins, þema, fyrirlestra og snjallar hugmyndir að fjáröflun sem stjórnin velur úr í dagskrá funda vetrarins. Þetta er kraftmikill en um leið gamalgróinn klúbbur sem á sinn stað í bæjarlífinu.