Zontaklúbbur Akureyrar var stofnaður 2. júlí árið 1949. Heimaverkefni klúbbsins 1957 til 2007 var Nonnahús og að halda á lofti minningu Jóns Sveinssonar – Nonna. En starfið miðaði einnig að því að stuðla af jafnrétti og að bæta stöðu kvenna jafnt á Akureyri og nágrenni sem á heimsvísu. Uppbygging klúbba Zontahreyfingarinnar tengir saman kvenfólk úr mismunandi starfsgreinum sem í klúbb sínum vinna að stefnumálum hreyfingarinnar, kynnast og mynda tengslanet. Í klúbbnum eru 30 félagar til dæmis kennarar af mörgum skólastigum, fyrrverandi og núverandi forstöðumenn stofnana, dýralæknir, sveppafræðingur, jarð- og jarðeðlisfræðingur, landfræðingur, arkítekt, lögfræðingur, málari og skrifstofustjórar. Stór hluti starfsins miðar að því að safna fé til að styrkja ýmis verkefni sem styrkja stöðu kvenna og við vinnum saman og höfum gaman við þá iðju. Maður er manns gaman og klúbbstarfið er fínn vettvangur til skiptast á skoðunum og njóta samveru við félagana.
Tæplega 650 milljónir kvenna á lífi í dag voru giftar áður en þær urðu 18 ára.
Um 2 af hverjum 3 konum hafa orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka.
Með hverju viðbótarári í grunnskóla hækka hugsanleg laun stúlknanna um 10-20 prósent.