VERKEFNI

Nemendur á íslenskunámskeiði Zontaklúbbs Akureyrar fyrir erlendar konur með ung börn eða barnshafandi, árið 2015
Umræðuhringur á íslenskunámskeiði Zontaklúbbs Akureyrar fyrir erlendar konur með ung börn eða barnshafandi, árið 2015
Kort sent til ungra kvenna við Eyjafjörð. Þitt X er það sem vex.
Kort sent til ungra kvenna við Eyjafjörð. Þitt X er það sem vex.
Zontakonur beggja klúbbanna á Akureyri skrifa á kort til ungra kvenna í Eyjafirði.
Zontakonur beggja klúbbanna á Akureyri skrifa á kort til ungra kvenna í Eyjafirði.
Afmælisskrúðgangan á leið niður Gilið. Fremst ganga lögregluþjónar og þá konur í þjóðbúningum.
Afmælisskrúðgangan á leið niður Gilið. Fremst ganga lögregluþjónar og þá konur í þjóðbúningum.
Séð á eftir afmælisskrúðgöngunni niður Gilið. Með 100 ára kosningaréttar afmælisblöðrur í appelsínugulu eða rauðu.
Séð á eftir afmælisskrúðgöngunni niður Gilið. Með 100 ára kosningaréttar afmælisblöðrur í appelsínugulu eða rauðu.

layout1

layout2

Test

Ár hvert ákveður klúbburinn hvaða verkefni Zonta International Foundation (ZIF) við styrkjum. Á janúarfundi var farið yfir verkefni þessara tveggja ára og ákveðið að starfsárið 2019 -2020 myndi klúbburinn styrkja baráttuna gegn brúðkaupum barna í 12 löndum (End Child Marriage). Þegar félagar eiga stórafmæli fá þeir að velja hvaða verkefni eða sjóð ZIF klúbburinn gefur til í þeirra nafni.

Eftir jarðskjálftana miklu í Nepal í apríl 2015 var zontaklúbbnum í Katmandu í Nepal sent fé til hjálparstarfsins.

Klúbburinn styrkti Aflið á Akureyri, samtök sem aðstoða þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og veita fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi á Norðurlandi. En klúbburinn hefur styrkt starfsemi þess flest undanfarin ár. Á Akureyrarvöku sumarið 2015 unnu konur úr klúbbnum með björgunarsveitarmönnum og fleiri sjálfboðaliðum við að stilla upp friðarkertum í kirkjutröppur Akureyrarkirkju og gæta þeirra svo enginn færi sér að voða. Þessi kertaljós voru seld til styrktar Aflinu og voru lokaatriði kvöldsins. Í maí 2020 seldi klúbburinn pottaplöntur til styrktar Aflinu og var ágóðinn 260.000 kr. afhentu á aðalfundi Aflsins í júníbyrjun.

Íslenska með Zonta er íslenskunámskeið fyrir erlendar konur á Akureyri og nágrenni, konur sem eru barnshafandi eða eru með ung börn, sem oftar en ekki koma með þeim á námskeiðið. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri í mæðra- og ungbarnavernd benda skjólstæðingum sínum á námskeiðið. Og SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar sér um að halda námskeiðið. Það var zontakonan og kennarinn Sólveig Jónsdóttir sem þróaði námsefnið og kenndi námskeiðið í upphafi. Námskeiðið, sem er ókeypis fyrir nemendurna, hefur nú verið haldið þrisvar sinnum og þykir gott. Það er kennt á daginn og tekur 60 kennslustundir. Lögð er áhersla á talað mál til notkunar við dagleg störf og útréttingar en allir þættir tungumálsins eru þjálfaðir. Og að með samvinnu og úrlausn verkefna eflist félagsleg færni og sjálfstraust nemendanna um leið og þeir ná betri tökum á íslenskunni. Tveir nemendur af námskeiðinu, ungar konur ættaðar frá Tékklandi, komu á marsfund klúbbsins árið 2016 og sögðu frá reynslu sinni. Sótt var um styrki til að halda námskeiðið í þriðja sinn og fengust styrkir frá tveimur aðilum,  Samfélagssjóði Verkfræðistofunnar Eflu og frá Velferðarráðuneytinu, og fá þeir bestu þakkir fyrir. 

Þitt X er það sem vex. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sóttu Zontaklúbbarnir á Akureyri saman um og fengu styrk til verkefnisins Þitt X er það sem vex. Ætlað til að hvetja ungar konur á aldrinum 18 til 22 ára í Eyjafirði til þess að nýta kosningarétt sinn því það skipti máli að láta álit sitt í ljós á þennan hátt. Prentuð voru póstkort með verki eftir Ingibjörgu Berglindi Guðmundsdóttur og skrifuðu zontakonur og sendu 828 kort. Einnig var gerð síða á samskiptavefnum Facebook fyrir verkefnið.

Hádegisfyrirlestrar þann 8. mars. Undanfarin ár hafa báðir Zontaklúbbarnir á Akureyri ásamt Jafnréttisstofu skipulagt fyrirlestra í hádeginu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og boðið upp á léttan hádegisverð. Umfjöllunarefni hafa t.d. verið lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna og þau áhrif sem ofbeldi á heimilum hefur á börn. Fyrirlestrar ársins 2016 voru haldnir í Hofi og voru um uppeldi barna í anda jafnréttis þar sem rætt var t.d. um leikföng fyrir drengi og leikföng fyrir stúlkur og hversu það sé orðið fast í hugum fólks að bleikt dót sé ekki við hæfi drengja. Jafnréttisnefnd klúbbsins vann að undirbúningi með sambærilegri nefnd frá Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu. Undirbúningsnefndin útvegaði styrki frá nokkrum fyrirtækjum og fundarmenn létu fé af hendi rakna og það sem ekki þurfi að greiða í kostnað við þennan vel sótta fund fékk Aflið í sinn hlut.

Eitt hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015. Á afmælisdaginn, þann 19. júní, var safnast saman í Lystigarðinum eftir hádegið og hlýtt á tónlist og síðan gengið fylktu liði niður Gilið og niður á torg þar sem voru skemmtiatriði og stöku ræða. Báðir Zontaklúbbarnir á Akureyri ásamt mörgum öðrum kvennasamtökum tóku þátt í undirbúningi hátíðarhalda þessara og vert er að minnast þess að þetta var einn hlýjasti dagur sumarsins.

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.