Kynningarfundur Zontaklúbbs Akureyrar

Zontaklúbbur Akureyrar heldur kynningarfund í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri, laugardaginn 7. mars 2020 sem hefst kl. 11:30 og stendur til 13:15. Boðið verður upp á súpu og brauð og á eftir kaffi og köku. 
Það var valnefnd klúbbsins ásamt stjórn sem heldur fundinn. Starf klúbbsins og Zontahreyfingarinnar verður kynnt og sýnt hvernig Zontakonur vinna saman að því að bæta stöðu og réttindi kvenna jafnt heima sem um víða veröld.
Zontakonur mynda tengslanet og starfið innan hreyfingarinnar er bæði örvandi og fræðandi. Komdu á fundinn og kynntu þér starf Zonta.

Vinsamlegast skráðu þig á netfangið gge@aey.is fyrir kl. 16 föstudaginn 6. mars 2020.
Nánari upplýsingar veitir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir – netfang gge@aey.is og í síma 865 8896.

Leggðu þitt af mörkum til að efla og styrkja konur.

Nánar um viðburð

  • Date: