Kynningarfundur Zontaklúbbs Akureyrar

Zontaklúbbur Akureyrar heldur kynningarfund í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri, laugardaginn 24. febrúar 2018 og hefst hann kl. 11:30 og stendur til 13:15. Boðið verður upp á súpu og brauð og á eftir kaffi og eplaköku. 
Það er valnefnd klúbbsins ásamt stjórn sem heldur fundinn. Starf klúbbsins og Zontahreyfingarinnar verður kynnt og sýnt hvernig unnið er að bættum hag kvenna jafnt heima sem um víða veröld. Zontakonur mynda tengslanet og starfið innan hreyfingarinnar styrkir félagana.
Þær sem vilja koma á fundinn eru beðnar um að skrá sig hjá formanni valnefndar, Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur með  tölvupósti á netfangið gge@aey.is fyrir kl. 16 föstudaginn 23. febrúar.


Nánar um viðburð

  • Date: