UM KLÚBBINN

Zontahúsið, Aðalstræti 54 á Akureyri, rauða húsið. Stytta af Nonna stendur við húsið en Nonnahús er í hvarfi aftan við það.

Nonnahús – minjasafn, æskuheimili rithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna. Zontaklúbbur Akureyrar rak safnið í 50 ár, 1957 til 2007.

Í Nonnahús eru til sýnis bækur Nonna á ýmsum tungumálum, munir sem tengjast honum auk húsmuna í stíl við húsið.

Zontasalurinn, jólafundur 2015, kertaljósin borin í salinn

 

 

Eldhús við zontasalinn. Búnaður fyrir kaffiveitingar og uppþvottavél auðveldar frágangEldhús við zontasalinn.

Hvannskurður í Hrísey, menn að hefjast handa sumarið 2015 sem var svalt norðanlands.
Hvannskurður í Hrísey, menn að hefjast handa sumarið 2015 sem var svalt norðanlands.
Stórsekkjum fullum af hvannarlaufi ekið áleiðis í þurrkun. Skurðarmenn búast til brottfarar.
Stórsekkjum fullum af hvannarlaufi ekið áleiðis í þurrkun. Skurðarmenn búast til brottfarar.
Zontasalur - veislusalur
Zontasalurinn tilbúinn fyrir veislu
Zontasalurinn - veisla
Hlaðborð fyrir veislu í borðstofu
Pottaplöntur til sölu
Blóm til sölu vorið 2021.
Pottaplöntur til sölu vorið 2021
Blómasala í maí 2021.
Zontahusid
Zontahúsið, Aðalstræti 54 á Akureyri, rauða húsið. Stytta af Nonna stendur við húsið en Nonnahús er í hvarfi aftan við það.
Nonnahus400pi
Nonnahús – minjasafn, æskuheimili rithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna. Zontaklúbbur Akureyrar rak safnið í 50 ár, 1957 til 2007.

Í Nonnahús eru til sýnis bækur Nonna á ýmsum tungumálum, munir sem tengjast honum auk húsmuna í stíl við húsið.

Í Nonnahús eru til sýnis bækur Nonna á ýmsum tungumálum, munir sem tengjast honum auk húsmuna í stíl við húsið.

Zontasalurinn, jólafundur 2015, kertaljósin borin í salinn
Zontasalurinn, jólafundur 2015, kertaljósin borin í salinn.
Eldhús við zontasalinn. Búnaður fyrir kaffiveitingar og uppþvottavél auðveldar frágang
Eldhús við zontasalinn.
Hvannskurður í Hrísey, menn að hefjast handa sumarið 2015 sem var svalt norðanlands.
Hvannskurður í Hrísey, menn að hefjast handa sumarið 2015 sem var svalt norðanlands.

 

 

Stórsekkjum fullum af hvannarlaufi ekið áleiðis í þurrkun. Skurðarmenn búast til brottfarar.
Stórsekkjum fullum af hvannarlaufi ekið áleiðis í þurrkun. Skurðarmenn búast til brottfarar.

 

Zontasalur - veislusalur
Zontasalurinn tilbúinn fyrir veislu
Zontasalurinn - veisla
Hlaðborð fyrir veislu í borðstofu
Pottaplöntur til sölu
Blóm til sölu vorið 2021.
Pottaplöntur til sölu vorið 2021
Blómasala í maí 2021.

Í klúbbnum eru nú 30 félagar. Fundir eru haldnir þriðja miðvikudag hvers mánaðar frá september til maí og eru flestir haldnir í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, hefjast kl. 19:30 og lýkur kl. 21:30 nema janúarfundurinn sem hefst kl. 11 á sunnudegi um miðjan janúar og febrúarfundur haldinn á vinnustað einhvers félagans.
Árgjald starfsársins 2023-2024 er 22.000 kr. og er greitt í maí auk þess sem á hverjum fundi er greitt 1.700 kr. fyrir kaffi og happadrætti.

Klúbburinn starfar samkvæmt lögum Zonta International og íslensk þýðing laganna er hér.

Starfið í klúbbnum, fundir

Á fyrsta fundi starfsársins er farið yfir nýliðið sumar og hugað að dagskrá vetrarins. Stundum koma félagar með hugmyndir sem stjórnin velur úr sem atriði á fundi vetrarins. Í október ár hvert er sameiginlegur fundur með Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu sem líka starfar á Akureyri. Þá er farið yfir sameiginleg verkefni klúbbanna og sagðar fréttir af heimsþingi eða umdæmisþingi og því sem þar þótti markverðast. Stundum slær svæðisstjórinn tvær flugur í einu höggi og heimsækir báða klúbbana í einu og venjulega er farið yfir það helsta sem kom fram á formannafundi svæðisins sem þá er nýlokið. Nóvemberfundur tengist venjulega verkefnum klúbbsins og á jólafundi er sungið, gefnar gjafir og borðaður jólamatur. Janúarfundurinn er haldinn um hádegisbil á sunnudegi um miðjan janúar og snæddur dagverður. Einn fundur, oftast febrúarfundur, er haldinn á vinnustað einhvers félagans sem kynnir starf sitt og vinnustað. Árið 2020 var Skógarlundur, miðstöð virkni og hæfingar, heimsóttur og forstöðumaðurinn Margrét I. Ríkarðsdóttir sagði frá starfi sínu og árið 2022 heimsóttum við Íslenskar orkurannsóknir og Anett Blischke jarð- og jarðeðlisfræðingur sýndi okkur það sem leynist undir yfirborðinu. Starfsárið 2018-2019 sagði einn félaginn frá siglingu sinni á skemmtiferðaskipi um heimshöfin sem kennari í háskólaprógramminu -Önn á úthafinu (nóv.), annar kynnti markþjálfun og um hvað hún snérist (jan.) og þriðji félaginn sagði frá innleiðingu Barnasáttmálans hjá Akureyrarbæ (mars). Aprílfundur er fyrri hluti aðalfundar og kjörnefnd kynnir tillögu sína að stjórn næsta starfsárs og einn félaginn sagði frá starfi sínu sem tækniteiknari. Á maífundi sem undanfarið hefur verið haldinn á veitingahúsi, er farið yfir starfið og ársreikningur klúbbsins kynntur, farið yfir verkefni sumarsins og ný stjórn tekur við.

Nonnahús – heimaverkefni til ársins 2007

Árið 1949, þegar klúbburinn var stofnaður, voru í honum 15 konur. Félagar voru lengi vel 18-20 talsins, árið 1975 hafði fjölgað í 29 félaga og árið 1984 eru 36 í klúbbnum en síðan hafa félagar verið eitthvað á fjórða tuginn, flestir 42 en fækkað svo aftur. Heimaverkefni klúbbsins frá því skömmu eftir stofnun hans var að halda á lofti minningu barnabókahöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna. Klúbburinn eignaðist æskuheimili Nonna og opnaði þar safn um hann, Nonnahús – minjasafn, þann 16. nóvember 1957, en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Nonna. Klúbburinn rak safnið í 50 ár en færði Akureyrarbæ það að gjöf í desember 2007 og sér Minjasafnið á Akureyri um rekstur þess.

Íslenska með Zonta – heimaverkefni sem hófst árið 2015

Íslenska með Zonta er íslenskunámskeið fyrir erlendar konur á Akureyri og nágrenni, einkum konur sem eru barnshafandi eða með ung börn. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri í mæðra- og ungbarnavernd benda skjólstæðingum sínum á námskeiðið sem SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, sér um. Það var zontakonan og kennarinn Sólveig Jónsdóttir sem þróaði námsefnið og kenndi námskeiðið í byrjun. Námskeiðið er nú haldið í fjórða sinn og þykir gott. Það er kennt á daginn og tekur 60 kennslustundir. Lögð er áhersla á talað mál til notkunar við dagleg störf og útréttingar en allir þættir tungumálsins eru þjálfaðir. Klúbburinn greiðir námskeiðsgjaldið fyrir nemendurna.
Vegna námskeiðs á haustönn 2022 fékk klúbburinn styrk frá Norðurorku til viðbótar við það sem klúbburinn aflaði með fjáröflun.

Fjáröflun

Fundarsalur – veislusalur. Klúbburinn á hús, Zontahúsið í Aðalstræti 54 á Akureyri, þar sem á neðri hæð er fundarsalur, Zontasalurinn, þar sem flestir fundir klúbbsins og nefnda hans fara fram. Salurinn er þess á milli leigður út sem fundarsalur eða veislusalur og er það hluti af fjáröflun klúbbsins. Um útleigu sér húsnefnd klúbbsins.

Tengiliður vegna salarleigu er Aðalbjörg Jónsdóttir, formaður húsnefndar og tekur hún á móti pöntunum og veitir upplýsingar í netfanginu  adalbjorg@dyrey.is  

Zontasalurinn er hlýlegur 30-40 manna salur í gamaldags stíl. Í salnum er borðbúnaður, matar- og kaffistell, fyrir 40 manns, skjávarpi, sýningartjald og nettenging um farsímakerfið.

Leiga á salnum fyrir fundi, námskeið og veislur: 
Fyrir staka fundi ………………….. kr. 18.000-
Reglulegir leigjendur, fundir……… kr. 12.000-
Heill dagur, námskeið  ………….. kr. 24.000-

Leiga fyrir veislur  ………………….  kr. 36.000-

Leiga fyrir félaga í Zontaklúbbi Akureyrar …. kr. 7.500-
Leiga fyrir félaga í Z.kl. Þórunni hyrnu  …….. kr. 10.000-
(Verðskrá þessi gildir frá 21. mars 2022)

Í risi hússins er lítil íbúð sem leigð er út og nýtast tekjur af útleigunni til greiðslu á kostnaði við rekstur hússins auk þess sem leigjandinn fylgist með því að allt sé í lagi og lætur vita þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Blómasala – pottaplöntur og aðrar jurtir. Í maímánuði frá árinu 2020 hefur klúbburinn haldið blómasölu í Zontahúsinu og selt pottablóm af ýmsu tagi ásamt einstaka fjölærum garðplöntum, sumarblómum og matjurtum. Mikið af þeim plöntum sem við höfum selt höfum við rækað upp af afleggjurum og nýtt þannig rótarskot eða greinar af okkar eigin plöntum. Einnig hafa nokkrir félagar sáð fræi og alið upp matjurtir og sumarblóm. Fyrri hluta maí og fram að söludegi tökum við á móti plöntum frá fólki sem vill grisja hjá sér og gefa plöntur til styrktar góðum málefnum. Við auglýsum blómasöluna á facebooksíðu klúbbsins og látum vita af henni í facebookhópum um pottablóm og afleggjara þeirra.

Hvannskurður í Hrísey. Undanfarin ár hefur klúbburinn farið til Hríseyjar að skera hvönn sem fyrirtækið Hrísiðn þurrkar og selur sem te eða til lyfjagerðar. Klúbburinn fær greitt fyrir hvert kíló af þurrkuðu laufi sem skorið er. Farið er með ferjunni og komið á staðinn um kl. 10 á laugardegi og skorið fram eftir degi. Þetta er lífræn ræktun og laufið handskorið af kostgæfni.

Veitingar á mannfögnuðum.  Á Akureyrarvöku í ágúst 2018 breyttist Zontasalurinn í kaffihús eitt laugardagssíðdegi og þar voru seldar eplabökur með þeyttum rjóma og kaffi þeim sem gerðu sér ferð í Innbæinn milli atriða hátíðarinnar. Kaffihúsið opnaði aftur á Akureyrarvöku sumarið 2019 en þá voru einnig seldir fínir kjólar í sölutjaldi framan við húsið. Sumrin 2020 og 2021 féll Akureyrarvaka niður vegna kórónuveirufaraldurs en kaffihúsið var haldið að nýju sumarið 2022. Zontakaffihús er orðinn fastur liður á laugardegi Akureyrarvöku og gott að slaka þar á yfir tertusneið og rjúkandi kaffi.

Fundir veturinn 2023-2024, hefjast kl. 19:30

20. sept.   Vetrarstarfið 
9. okt.     Sameiginlegur með Zkl. Þórunni hyrnu, í Lionssalnum
15. nóv.    Anett sagði frá ráðstefnu í Kína
6. des.     Jólafundur
14. jan.    sunnudagur kl. 11-13. Dagverðarfundur. 
21. feb.     Vinnustaðafundur í Háskólanum á Akureyri – Árún og Eva (heilbrigðisvísindasvið)
20. mars   Innra starf. Þóra segir frá leyndardómum Zontahreyfingarinnar.
17. apríl    Aðalfundur, fyrri hluti – nefndir og innra starf
15. maí     Aðalfundur, seinni hluti

Stjórn starfsárið 2023-2024

Formaður og varaformaður skoða Síðuskóla
Tveir fyrrverandi  formenn skoða Síðuskóla

Formaður – Sólveig Eiríksdóttir
Varaformaður – Eva Halapi
Gjaldkeri – Jakobína Elva Káradóttir
Ritari – Inga Margrét Árnadóttir
Meðstjórnandi – Þóra Ákadóttir
Stallari – Margrét I. Ríkarðsdóttir
Varastallari – Anett Blischke

Stjórnarfundir haldnir í vikunni fyrir fund.

Nefndir (starfsárið 2023-2024)

Fjáröflunarnefnd
Ingibjörg Eyjólfsdóttir, formaður 
Auður H. Ingólfsdóttir
Christiane Stadler
Eva Halapi
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Jakobína Elva Káradóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Margrét I. Ríkarðssdóttir
Margrét Pétursdóttir
Ragnheiður Gestsdóttir 

Húsnefnd (inni og úti)
Aðalbjörg Jónsdóttir, formaður
Anett Blischke
Anna Jóna Guðmundsdóttir
Annette J. de Vink
Arna Heiðmar Guðmundsdóttir
Árún K. Sigurðardóttir
Fanney Hauksdóttir
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir
Kristín List Malmberg
Kristjana Agnarsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

Sigríður Jónsdóttir

Valnefnd 
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, formaður
Margrét I. Ríkarðsdóttir
Sólveig Eiríksdóttir

Jafnréttisnefnd
Kristín List Malmberg, form.
Björg Erlingsdóttir
Halla Margrét Tryggvadóttir
Margrét Pétursdóttir

Sameinuðuþjóðanefnd
Ingibjörg Sigríðar Elíasdóttir

Laganefnd
Ingibjörg Sigríðar Elíasdóttir

Skjalavörslunefnd
Inga M. Árnadóttir, ritari ZA
Ragnheiður Gestsdóttir 

Styrkjanefnd
Eva Halapi
Þóra Ákadóttir

Kynningarnefnd 
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, formaður
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir

Skoðunarmenn reikninga
Ragnheiður Ólafsdóttir
Þóra Ákadóttir

Vefritari
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Facebook síða
Auður H. Ingólfsdóttir

Facebookhópur: Innra starf-Zontaklúbbur Akureyrar
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

uppfært 19.mars 2024 GGE

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.