ÞESS VEGNA ER ÉG FÉLAGI

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur í kaffihléi í Hrísey.
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur í kaffihléi í Hrísey.

FAKTA 

Quis autem vel eum iure reprehe nderit qui in ea voluptate velit esse quam nihil mole stiae consequatur, vel illum qui dolorem eum fugiat quo voluptas nulla pariatur. Nemo enim ipsam voluptatem quia voluptas sit aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos qui ratione voluptatem sequi nesciunt. Neque porro quisquam est, qui dolorem ipsum quia dolor sit amet, consectetur, adipisci velit, sed quia non numquam eius modi tempora incidunt ut labore et dolore magnam aliquam quaerat voluptatem.

Ég vann með zontakonu sem gerði nokkrar tilraunir til þess að bjóða mér með sér á fund í klúbbnum. Svo fór ég á fund með henni og fannst þetta nokkuð fróðleg samkoma. Vorið 1995 þáði ég boð um að ganga í klúbbinn eftir að hafa gengið úr skugga um að það væri hægt að hætta í honum vandræðalaust, en 23 árum seinna er ég enn félagi.

Snemma næsta sumar eignaðist ég barn og þar til annað kemur í ljós tel ég að konur á barneignaraldri séu líklegar til að eignast börn fljótlega eftir að þær ganga í klúbbinn. Eftir að ég gerðist móðir fór að renna upp fyrir mér að ég átti ýmislegt sameiginlegt með öðru kvenfólki, nokkuð sem ég hafði ekkert hugsað um fram að því.  Ég kom úr öðrum landsfjórðungi og hafði búið á Akureyri í þrjú ár og í klúbbnum kynntist ég konum sem ég hefði ekki kynnst annars og þótti mér sérstaklega gaman að kynnast elstu konunum. Maður lofar líka að vera góður félagi við inngöngu í klúbbinn og það er staðið við það og maður fer heim af fundum með aulalegt hamingjuglott á andlitinu og frið í sálinni.

Eftir að hafa fræðst um ýmislegt ofbeldi sem konur um víða veröld eru beittar hef ég fengið töluverðan áhuga á því að koma í veg fyrir slíkt. Og að veita því fólki sem vinnur á móti ofbeldi stuðning en slíkt er einmitt stór þáttur í starfi Zontahreyfingarinnar.
Maður er manns gaman sagði sveppafræðingurinn og kveður að sinni.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.